Fréttayfirlit 7. desember 2020

Nýr SOS bolur frá Rúrik til styrktar SOS

Nýr SOS bolur frá Rúrik til styrktar SOS

Nú er kominn nýr SOS bolur í sölu hjá 66°Norður sem hannaður er af Rúrik Gíslasyni, velgjörðasendiherra SOS. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til SOS Barnaþorpanna rétt eins og í fyrra. Þá seldist bolurinn upp og rann ágóðinn, 1,6 milljónir króna til SOS Barnaþorpanna.

Bolurinn er til sölu í vefverslun 66°Norður, HÉR.

„Markmiðin voru skýr. Bolurinn þurfti fyrst og fremst að vekja athygli á SOS barnaþorpum, vera flottur og höfða til allra aldurshópa. Og það er akkúrat það sem mér finnst að okkur hafi tekist virkilega vel til í hönnuninni á þessum bol ásamt því að hann er úr góðu efni og er þægilegur,“ segir Rúrik.

Í fyrra skilaði sala bolsins 1,6 milljónum króna til hjálparstarfs SOS meðal umkomulausra og nauðstaddra barna, m.a. barnungra fórnarlamba kynferðisofbeldis.

„Nýi bolurinn mun án efa klæða eigendur sína vel og sem fyrr, vera yfirlýsing viðkomandi um að honum sé ekki sama um bágstöddustu börn jarðar og að hann vilji lina þjáningar þeirra," segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS.

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.