Nýtt barnaþorp í Gvatemala
Nú standa yfir framkvæmdir við nýtt SOS Barnaþorp í Santa Cruz del Cuiche í Gvatemala. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú þegar sent 1,5 milljónir í verkefnið.
Í nýja þorpinu verða 12 fjölskylduhús og munu yfir 80 munaðarlaus og yfirgefin börn fá þar heimili, menntun og gott kærleiksríkt uppeldi.
Auk þess munu samtökin hjálpa fátækum fjölskyldum 600 barna í nágrenni barnaþorpsins. Við styðjum foreldrana til sjálfshjálpar svo þeir geti mætt þörfum barna sinna óstuddir í framtíðinni.
Þörfin er brýn í héraðinu:
81% íbúa búa við fátækt.
49% íbúa eru undir 14 ára aldri.
Svæðið varð illa úti í vopnuðum átökum sem stóðu yfir frá 1960 til 1996.
40% íbúa svæðisins eru ólæs.
Algengt er að börn á svæðinu þurfi að vinna fyrir sér.
Algengt er að ungar stúlkur (allt niður í 10 ára) séu seldar í hjónaband með körlum á fertugsaldri.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...