Fréttayfirlit 6. desember 2016

Nýtt SOS Barnaþorp í Damaskus

Börnin sem eignast heimili í nýja þorpinu eru á öllum aldri en eiga það sameiginlegt að hafa upplifað hörmungar síðustu ár. Börn sem búa við stríðsástand glíma oft við kvíðaraskanir og þunglyndi og því er mikilvægt að þau fái aðstoð við hæfi í barnaþorpinu.

SOS Barnaþorpin eru sem stendur einu hjálparsamtökin í landinu sem gefa munaðarlausum og yfirgefnum börnum, ný heimili og fjölskyldu. Samtökin sinna einnig neyðaraðstoð í Sýrlandi og er áherslan lögð á aðstoð við börn.

SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða nú áhugasömum að gerast Barnaþorpsvinir SOS í Aleppo og Damaskus í Sýrlandi. Mánaðarlegt framlag nýtist þannig til að mæta þörfum og tryggja velferð þeirra barna sem SOS Barnaþorpin hafa tekið að sér í Sýrlandi. Stuðningur Barnaþorpsvina fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna án þess að stuðningurinn sé tengdur við ákveðið barn.

Hér er hægt að gerast barnaþorpsvinur.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...