Frétta­yf­ir­lit 7. júlí 2015

Óeirð­ir hafa áhrif á starf SOS

Óöld hef­ur stað­ið yfir í Afr­íku­rík­inu Búrúndí síð­an í lok apríl og hef­ur það haft mik­il áhrif á starf SOS Barna­þorp­anna í land­inu. Átök hóf­ust á göt­um úti eft­ir að Pier­re Nkur­unziza, for­seti lands­ins, ákvað að bjóða sig fram í þriðja sinn en deilt er um hvort hann hafi til þess laga­leg­an rétt. 70 manns hafa lát­ið líf­ið, 600 manns hafa slasast og yfir ein millj­ón manna lent í fang­elsi. Þá er hundruða sakn­að og yfir 150 þús­und Búrúnda hafa flú­ið land.

Sam­göng­ur í ná­grenni við höf­uð­borg­ina Buj­umbura eru lam­að­ar og fólki geng­ur erf­ið­lega að sækja vinnu vegna átaka á göt­um úti. Þá eru skól­ar lok­að­ir ásamt versl­un­um. Þögult sam­komu­lag um viku­legt tveggja daga hlé á átök­un­um hef­ur þó ver­ið virt svo al­menn­ing­ur geti sótt sér mat og aðr­ar nauð­synj­ar.

SOS Barna­þorp­in starfa á fimm stöð­um í Búrúndí, með­al ann­ars í höf­uð­borg­inni. SOS skól­inn í Buj­umbura er lok­að­ur og heilsu­gæsl­an einnig. Þá er lít­ið sam­band hægt að hafa við skjól­stæð­inga Fjöl­skyldu­efl­ing­ar á svæð­inu.

Sá hræði­legi at­burð­ur átti sér svo stað í Buj­umbura þann 22. maí síð­ast­lið­inn að ung stúlka sem bjó í SOS Barna­þorp­inu á staðn­um lést í spreng­ingu sem tengd­ist óeirð­un­um. Stúlk­an var stödd á mark­aði ásamt vin­konu sinni sem bjó í sama barna­þorpi, þeg­ar óþekkt­ir að­il­ar vörp­uðu hand­sprengj­um á mark­að­inn. Stúlk­an var flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést af sár­um sín­um en vin­kona henn­ar slas­að­ist al­var­lega.

Hand­sprengj­um var varp­að inn á heim­ili fjöl­skyldu sem fær að­stoð hjá Fjöl­skyldu­efl­ingu. Fjöl­skyldufað­ir­inn lést sam­stund­is en fjög­urra ára dótt­ir hans slas­að­ist al­var­lega. Þá var fimmtán ára stúlku, skjól­stæð­ingi Fjöl­skyldu­efl­ing­ar, Stað­an í SOS Barna­þorp­inu í Buj­umbura er þrátt fyr­ir allt ágæt en börn og ung­menni hafa ekki sótt skóla síð­an í apríl vegna lok­ana. SOS leik- og grunn­skóla­kenn­ar­ar hafa þó sinnt heima­kennslu í þorp­inu og gera það áfram þang­að til óeirð­un­um lýk­ur.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...