Fréttayfirlit 11. maí 2022

Okkar heimur hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Okkar heimur hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Okkar heimur hlaut í dag fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, afhenti viðurkenninguna sem SOS Barnaþorpin hafa veitt árlega síðan 2016, aðilum sem vinna mikilvæg störf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Sem fyrr er viðurkenningin veitt í kringum alþjóðlegan dag fjölskyldunnar sem ber upp á sunnudaginn n.k. 15. maí.

Eitt af hverjum fimm börnum

Okkar heimur hóf göngu sína innan Geðhjálpar en er nú orðið sjálfstætt úrræði. Það var sett á laggirnar vegna skorts á stuðningi og fræðslu fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Alþjóðlegar rannsóknir gefa til kynna að eitt af hverjum fimm börnum eigi foreldri með geðrænan vanda og hefur Okkar heimur starfað í þágu þessara barna á Íslandi frá árinu 2019. Rannsóknir sýna einnig að börn sem alast upp með foreldri með geðrænan vanda eru í 70% meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á lífsleiðinni, fái þau engan stuðning.

Fulltrúar Okkar heims, Ragna Guðfinna Ólafsdóttir sjálfboðaliði, Sigríður Gísladóttir framkvæmdastjóri og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi, tóku við viðurkenningunni frá Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra. Fulltrúar Okkar heims, Ragna Guðfinna Ólafsdóttir sjálfboðaliði, Sigríður Gísladóttir framkvæmdastjóri og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi, tóku við viðurkenningunni frá Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra.

„Ein versta tilfinning sem ég hef upplifað“

„Ég hef verið í þessari stöðu og þekki þessa tilfinningu, að vera einn í heiminum, að upplifa að það sé enginn í sömu stöðu og þú, það er enginn sem er að styðja við þig, og það er ein versta tilfinning sem ég hef upplifað,“ segir Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Okkar heims í meðfylgjandi myndbandi. Þar segja Sigríður og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi, frá starfsemi samtakanna.

Upplifa sig ósýnileg

„Eitt af markmiðum Okkar heims er að stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi þess að börn foreldra með geðrænan vanda fái viðeigandi stuðning. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þessi hópur barna eigi það sameiginlegt að upplifa sig ein í heiminum og oft á tíðum ósýnileg. Það að fá þessa viðurkenningu sýnir okkur að meðvitund um þennan hóp er að aukast og að þau séu að verða sýnilegri. Það er mikil hvatning að halda áfram okkar mikilvæga starfi og erum við virkilega þakklát,“ sagði Sigríður eftir að hafa veitt viðurkenningunni viðtöku.

Willum sagði í ræðu sinni m.a. að Íslendingar gætu vissulega gert betur við börn sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Willum sagði í ræðu sinni m.a. að Íslendingar gætu vissulega gert betur við börn sem standa höllum fæti í þjóðfélaginu.

Viðurkenning á mikilvægu framtaki

SOS Barnaþorpin hafa frá árinu 1949 sérhæft sig í því að hjálpa umkomulausum börnum og illa stöddum barnafjölskyldum. „Í SOS barnaþorpum um allan heim býr fjöldi barna sem á kynforeldra með geðraskanir. Okkur er því vel kunnugt um þær áskoranir sem slíku fylgja og fögnum því góða og mikilvæga framtaki sem Okkar Heimur er og viljum vekja athygli á því góða starfi sem samtökin vinna fyrir sinn markhóp hér á landi,“ segir í umsögn valnefndar.

Í nefndinni sátu: Salbjörg Bjarnadóttir sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, Sigrún Þórarinsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs, Ragnar Schram framkvæmdastjóri SOS, Hjördís Rós Jónsdóttir félagsráðgjafi og fræðslustjóri SOS og Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS.

Hildur Sara Björnsdóttir, 13 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, lék undurfagra tóna á píanó fyrir viðstadda. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hildur Sara Björnsdóttir, 13 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs, lék undurfagra tóna á píanó fyrir viðstadda. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Handhafar viðurkenningarinnar frá 2016

Þetta er í sjötta sem SOS Barnaþorpin veita fjölskylduviðurkenninguna. Viðurkenningarhafar eru:

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði