Fréttayfirlit 10. júní 2017

Opinn fundur á sunnudag

Á morgun, sunnudag verður haldinn opinn fundur á vegum SOS Barnaþorpanna en þar mun Daliborka Matanovic segja frá lífi sínu. Hún flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stelpa en þegar Daliborka nálgaðist unglingsárin missti hún báða foreldra sína og eftir sátu þau systkinin munaðarlaus í Króatíu. 

Daliborka þurfti að sjá um yngri systkini sín en fljótlega eignuðust þau nýtt heimili hjá SOS Barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. Hún kláraði nám og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu.

Daliborka segir frá uppvextinum í SOS Barnaþorpinu, lífinu sem flóttabarn og seinna sem munaðarlaust barn, jöfn tækifæri barna í heiminum og mörgu öðru.

Fundurinn verður í salnum Eldfell á Center Hotel Plaza (Aðalstræti) klukkan 13 og eru allir velkomnir.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...