Opnun sjötta SOS Barnaþorpsins í Kambódíu
Sjötta SOS Barnaþorpið í Kambódíu var opnað með pompi og prakt í Kampot þann 5. mars síðastliðinn. Kambódíski forsætisráðherrann var viðstaddur athöfnina ásamt fjögur þúsund öðrum gestum. Forsætisráðherrann er dyggur stuðningsaðili SOS og hefur heimsótt öll verkefni samtakanna í landinu.
Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddartha Kaul, var einnig viðstaddur opnunina. Hann þakkaði yfirvöldum í Kambódíu fyrir stuðninginn. „Stuðningur við börn sem eiga enga að er afar mikilvægur. Við verðum að vernda þau börn. Það er okkar hlutverk sem fullorðið fólk að sjá til þess að litlu einstaklingarnir alist upp við öryggi og sjái framtíðina bjarta,“ sagði Kaul.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...