Fréttayfirlit 13. desember 2016

Peningagjöf til barns

Styrktarforeldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf inn á framtíðarreikning og hafa margir nýtt þann möguleika um jólin.

Um er að ræða sérstakan gjafareikning SOS Barnaþorpanna á Íslandi en styrktarforeldrar ráða sjálfir upphæðinni hverju sinni. Þær peningagjafir sem greiddar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. Upphæðin er svo lögð inn á framtíðarreikning barnsins í viðkomandi landi og fær barnið svo peninginn þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Peningagjöf inn á framtíðarreikning er frábær leið til að auka möguleika barnsins enn frekar í framtíðinni en til að mynda er algengt að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Ef styrktarforeldrar vilja gefa styrktarbarninu sínu peningagjöf, eru þeir beðnir um að leggja inn á reikning: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Einnig er hægt að gefa peningagjöf inn á minarsidur.sos.is. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...