Prinsessa í heimsókn
Í mars fengu tvö SOS Barnaþorp í Marokkó góða heimsókn þegar Salimah Aga Khan leit við. Salimah er marokkósk prinsessa og alþjóðlegur sendiherra SOS Barnaþorpanna en í dag er hún skilin við prinsinn og býr í London.
Salimah dvaldi í viku í barnaþorpunum tveimur, annars vegar í El Jadida og hins vegar í Marrakech, en hún hefur áður heimsókn nokkur þorp um heim allan.
Ásamt því að fara í barnaþorpin og hitta fjölskyldurnar þar skoðaði hún fjölskyldueflingarverkefni samtakanna og ungmennaheimili. Börnin voru mjög spennt að hitta Salimah en Chama, sex ára stúlka sem býr í SOS Barnaþorpinu í El Jadida var ekki alveg að trúa því að um væri að ræða raunverulega prinsessu. „Ef þú ert í alvörunni prinsessa, hvar er þá kórónan þín?“ spurði hún Salimah.
Starfsfólk SOS var mjög ánægt með heimsóknina. „Prinsessan hefur stutt samtökin í áraraðir og verið stór partur í því hversu þekkt samtökin eru í Marokkó,“ segir Béatrice Beloubad, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Marokkó. „Við erum henni afar þakklát.“
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...