Fréttayfirlit 21. apríl 2017

Prinsessa í heimsókn

Í mars fengu tvö SOS Barnaþorp í Marokkó góða heimsókn þegar Salimah Aga Khan leit við. Salimah er marokkósk prinsessa og alþjóðlegur sendiherra SOS Barnaþorpanna en í dag er hún skilin við prinsinn og býr í London.

Salimah dvaldi í viku í barnaþorpunum tveimur, annars vegar í El Jadida og hins vegar í Marrakech, en hún hefur áður heimsókn nokkur þorp um heim allan.

Princess-Salimah-Aît-Ourir.jpgÁsamt því að fara í barnaþorpin og hitta fjölskyldurnar þar skoðaði hún fjölskyldueflingarverkefni samtakanna og ungmennaheimili. Börnin voru mjög spennt að hitta Salimah en Chama, sex ára stúlka sem býr í SOS Barnaþorpinu í El Jadida var ekki alveg að trúa því að um væri að ræða raunverulega prinsessu. „Ef þú ert í alvörunni prinsessa, hvar er þá kórónan þín?“ spurði hún Salimah.

Starfsfólk SOS var mjög ánægt með heimsóknina. „Prinsessan hefur stutt samtökin í áraraðir og verið stór partur í því hversu þekkt samtökin eru í Marokkó,“ segir Béatrice Beloubad, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Marokkó. „Við erum henni afar þakklát.“

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...