Prjónuðu húfur til styrktar SOS Barnaþorpunum
Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar íslensk börn sýna í verki að þeim er ekki sama um börn í erfiðum aðstæðum í öðrum löndum. Þessar hæfileikaríku 11 ára stúlkur úr Hafnarfirði, Ellen María Arnarsdóttir og Carmen Ósk Guðlaugsdóttir, tóku sig til og prjónuðu um það bil 20 húfur. Þær gengu svo í hús í Áslandshverfinu og seldu húfurnar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Með því söfnuðu þær 9.250 krónum sem þær komu með á skrifstofuna í Hamraborg og afhentu okkur í gær.
SOS Barnaþorpin sjá ekki aðeins umkomulausum börnum fyrir SOS-heimili og -fjölskyldu heldur standa einnig fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem nefnist SOS-fjölskylduefling. Það gengur út á að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar svo börn geti verið áfram hjá foreldrum sínum. Framlag Ellenar og Carmenar kemur að góðum notum fyrir slíkt verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu.
Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra húsi í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim
Við þökkum þessum góðhjörtuðu og duglegu stúlkum, Ellenn og Carmen, kærlega fyrir þetta frumlega og hugulsama framtak.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...