Fréttayfirlit 20. janúar 2021

Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Röng dagsetning á kröfu í heimabanka

Þau mistök voru gerð í dag, miðvikudag 20. janúar, að mánaðarlegum styrktaraðilum SOS var send krafa í heimabanka með rangri dagsetningu. Krafan á að vera fyrir febrúar 2021 en birtist sem krafa fyrir janúar 2021. Við viljum taka skýrt fram að þessi krafa er fyrir febrúar 2021 með eindaga 15. febrúar.

Engir dráttarvextir reiknast á þessa kröfu og er óþarfi að greiða hana fyrr en í febrúar. Rétt dagsetning verður uppfærð á heimabankakröfunni.

Afsakaðu þessi mistök og takk fyrir skilninginn.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...