Fréttayfirlit 13. júní 2022

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Rúrik í forsíðuviðtali nýjasta fréttablaðs SOS

Nýtt fréttablað SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom út í júní og sem fyrr má í því finna fræðandi umfjöllun um starfsemi SOS. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Rúrik Gíslason velgjörðasendiherra SOS sem heimsótti styrktarbarn sitt til Malaví fyrr á árinu.

Í blaðinu má einnig lesa viðtal okkar við SOS mömmu í barnaþorpi í Eþíópíu sem hefur alið upp 15 börn, fimm barna einstæða móður í fjölskyldueflingu SOS í Malaví sem getur nú séð fyrir fjölskyldunni eftir að hafa fengið saumavél, ungmenni í Sómalílandi sem nutu góðs af atvinnuhjálp SOS og ýmislegt fleira.

Fréttablað SOS er hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðu okkar.

Hægt er að lesa öll fréttablöð SOS rafrænt hér á þessu svæði á sos.is

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...