Rúrik kom færandi hendi í barnaþorp
Börnin og ungmennin í SOS barnaþorpinu Pfalz í Eisenberg í Þýskalandi urðu himinlifandi þegar fengu heimsókn frá Rúrik Gíslasyni, landsliðsmanni í fótbolta á dögunum. Rúrik er nýjasti velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og er þetta fyrsta heimsókn hans í SOS barnaþorp.
„Þetta var meiriháttar heimsókn. Gaman að kynnast þessu starfi enn betur. Krakkarnir og starfsfólkið tóku vel á móti mér og sögðu mér frá því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í þorpinu. Krakkarnir tóku svo víkingaklapp fyrir mig og spurðu mig út í mitt líf.“ segir Rúrik sem er búsettur í Þýskalandi þar sem hann leikur með Sandhausen í þýsku b-deildinni.
Rúrik kom færandi hendi í þorpið með nokkra kassa af íþróttafatnaði sem á að gefa SOS fjölskyldunum á jólaskemmtun í þorpinu 6. desember n.k.
Framkvæmdastýra þorpsins segir að allir í þorpinu dýrki Rúrik eftir heimsóknina. „Við elskum hann og vorum mjög spennt yfir komu hans. Þetta var frábær stund fyrir okkur og hann kom með svo mikið af íþróttafötum.“
Hér má sjá svipmyndir frá heimsókninni.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.