SÁ Fashion styrkir SOS
Nokkrir drengir úr Árbæjarskóla afhentu SOS Barnaþorpunum 40.000 krónur í vikunni. Drengirnir voru í valfaginu Startup Árbær sem gengur út á nýsköpun en þar stofnuðu þeir fyrirtækið SÁ Fashion og rann hluti af ágóðanum til SOS Barnaþorpanna.
Verkefni drengjanna fólst í hönnun á peysum sem gekk afar vel. SOS Barnaþorpin þakka kærlega fyrir framlagið sem fer í endurbyggingu á skóla í hverfinu Alsukkari í Aleppo á Sýrlandi.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...