Fréttayfirlit 1. júní 2017

SÁ Fashion styrkir SOS

Nokkrir drengir úr Árbæjarskóla afhentu SOS Barnaþorpunum 40.000 krónur í vikunni. Drengirnir voru í valfaginu Startup Árbær sem gengur út á nýsköpun en þar stofnuðu þeir fyrirtækið SÁ Fashion og rann hluti af ágóðanum til SOS Barnaþorpanna.

Verkefni drengjanna fólst í hönnun á peysum sem gekk afar vel. SOS Barnaþorpin þakka kærlega fyrir framlagið sem fer í endurbyggingu á skóla í hverfinu Alsukkari í Aleppo á Sýrlandi.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...