Söfnuðu 120 þúsund krónum á jólamarkaði fyrir SOS Barnaþorpin
Nemendur í Salaskóla vildu láta gott af sér leiða á aðventunni og stóðu fyrir jólamarkaði nú í byrjun desember. Börnin ákváðu að gefa framlagið til SOS Barnaþorpanna enda tekur skólinn þátt í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna þar sem börnin læra um réttindi barna. Krakkarnir söfnuðu hvorki meira né minna en 119.917 krónum sem renna óskiptar til fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna í í Malaví.
Metnaðarfullt framtak
Framtak krakkanna í Salaskóla er sérstaklega metnaðarfullt og þau lögðu mikið á sig. Allir tóku þátt í að gera tíu mismunandi föndurvörur sem voru til sölu á jólamarkaðnum. Börnunum var skipt upp í 13 hópa og fékk hver sölubás nafn eins jólasveins. Alls voru til sölu 52 stykki af föndri á hverjum bási en líka kaffi, kakó, piparkökur og smákökur. Þar að auki æfðu börnin skemmtiatriði, lásu vísur og sungu.
Framtakið tengist aðalnámsskrá
Verkefnið tengdist aðalnámsskrá grunnskóla á margan hátt, bæði í gegnum samfélagsfræði og náttúrufræði auk þess að peningahlutinn tengist stærðfræðinni.
Eftir markaðinn taldi hver hópur peningana sem söfnuðust og að lokum þurfti að leggja saman alla summuna. En það var ekki allt því að lokum þurftu krakkarnir að margfalda upphæðina með tölunni 66 en það er raunvirði framlagsins á fátækustu svæðum heims eins og í Malaví. Félagsleg arðsemi framlags frá Íslandi er 66-föld í Malaví svo segja má að krakkarnir í Salaskóla hafi safnað ígildi 7,9 milljóna íslenskra króna.
Hvað er fjölskylduefling SOS?
Fjölskylduefling SOS styður við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og eiga á hættu á að missa börn sín frá sér. Fjölskyldueflingin aðstoðar foreldra barnanna að standa á eigin fótum svo þau geti annast börnin sín.
SOS fjölskylduvinur
SOS fjölskylduvinur
SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.