Fréttayfirlit 29. nóvember 2023

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila. Blað­inu er dreift með frídreif­ingu Morg­un­blaðs­ins 30. nóvember á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en styrktarað­il­ar á lands­byggð­inni fá blað­ið í pósti.

Þetta ger­um við til að bregð­ast við hækk­andi út­burð­ar­kostn­aði enda leit­um við alltaf leiða til að hafa kynn­ing­ar­kostn­að sem lægst­an. Fari svo að blað­ið ber­ist ekki til þín þá get­urðu lesið það rafrænt hér. Ef þú fékkst ekki blaðið en vilt fá það sent í pósti er þér velkomið að senda okkur tölvupóst á sos@sos.is og óska eftir því.

SOS blaðinu er dreift með frídreifingu Morgunblaðsins og í pósti til styrktaraðila á landsbyggðinni, sem frídreifing Morgunblaðsins nær ekki til. SOS blaðinu er dreift með frídreifingu Morgunblaðsins og í pósti til styrktaraðila á landsbyggðinni, sem frídreifing Morgunblaðsins nær ekki til.

Þórdís Kolbrún heimsótti styrktarbarn móður sinnar

Í þessu blaði er viðtal við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og móður hennar Fjólu Katrínu Ágeirsdóttur. Þórdís Kolbrún fór í vinnutengda ferð í SOS barnaþorp í Malaví en vissi ekki fyrr en seinna að styrktarbarn móður hennar býr í barnaþorpinu. Þá voru góð ráð dýr en Þórdísi tókst að gera sér aðra ferð í barnaþorpið og lagði þar grunn að ógleymanlegri jólagjöf til móður sinnar.

Í blaðinu er einnig rætt við Heru Björk Þórhallsdóttur, velgjörðasendiherra SOS á Íslandi, um heimsókn hennar í SOS barnaþorp í Palestínu og Ísrael. Þá er að venju ýmislegur fróðleikur í blaðinu um starfsemi SOS Barnaþorpanna.

Sjá líka öll SOS-blöðin hér

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.