Seldu egg til styrktar SOS
Tvær ungar stúlkur gengu í hús í Eyjafjarðarsveit, þar sem þær búa, á dögunum og seldu egg til styrktar SOS Barnaþorpunum. Stúlkurnar heita Hekla Sólveig Magnúsdóttir, 10 ára, og Ronja Sif Björk, 8 ára. Þær seldu eggin gegn frjálsum framlögum en alls söfnuðust um tíu þúsund krónur.
Fjölskylda annarrar stúlkunnar heldur hænur þannig að eggin koma frá hamingjusömum hænum. Um er að ræða sex hænur og einn hana sem komu til fjölskyldunnar í sumar og hafa síðan fært henni um fjögur til sex egg á dag. Hænurnar heita Gulla, Lóa, Krumma, Kata, Babúska og Snæhvít en haninn heitir Jussi. Við þökkum þeim, og stúlkunum, kærlega fyrir stuðninginn!
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...