Fréttayfirlit 19. febrúar 2018

Sendiherrakaffi SOS Barnaþorpanna

Sendiherrar SOS Barnaþorpanna buðu í sendiherrakaffi síðastliðinn föstudag. Viðburðurinn fór fram í Hannesarholti en sendiherrarnir buðu vinum og vandamönnum. Alls mættu um 30 manns og skemmtu sér vel.

Eliza Reid sagði frá heimsókn sinni til Jórdaníu sem hún fór í síðastliðið haust. Þar heimsótti hún verkefni SOS Barnaþorpanna, bæði barnaþorp og neyðarverkefni. Vilborg Arna Gissurardóttir sagði þá frá nokkrum heimsóknum sínum til Nepal en þar á hún styrktarbarn sem hún hefur hitt nokkrum sinnum. Hera Björk Þórhallsdóttir söng þá nokkur lög fyrir gesti.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...