Fréttayfirlit 29. september 2024

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

SOS barnaþorp eru ekki eins og margir halda og á dögunum gafst íslenskum SOS-foreldrum tækifæri á að hitta tíbetska konu sem ólst upp í barnaþorpi á Indlandi og fræðast í leiðinni um hvernig lífið gengur fyrir sig á slíkum stað. SOS Barnaþorpin á Íslandi stóðu fyrir viðburði á Nauthóli þar sem Sonam Gangsang hitti íslenska styrktaraðila og sat fyrir svörum.

Eva Ruza, velgjörðasendiherra hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi, stýrði viðburðinum og ræddi við Sonam sem tók einnig spurningar úr sal og sagði frá uppvaxtarárum sínum í SOS barnaþorpinu. Viðburðurinn var framleiddur fyrir YouTube rásina okkar og birtum við upptökuna hér með íslenskum texta.

Langþráðir endurfundir

Sonam kom hingað til lands á dögunum og átti hjartnæma endurfundi með Ingibjörgu Steingrímsdóttur sem gerðist SOS-foreldri hennar (styrktarforeldri) árið 1989. Ingibjörg styrkti Sonam aukalega til framhaldsnáms og segir Sonam það vera vendipunktinn fyrir sig og ástæðuna fyrir því að hún hefur náð langt í lífinu.

Sonam starfar í dag í menntamálaráðuneyti tíbetsku ríkisstjórnarinnar í útlegð í Dharmshala á Indlandi. Starf hennar þar er að samhæfa og hafa yfirumsjón með lestrarkennslu yngstu barnanna í 45 skólum fyrir tíbetsk börn á Indlandi og í Nepal. Við höfum áður fjallað um samband Sonam og Ingibjargar og því voru einnig gerð góð skil í fallegu innslagið í Landanum á RÚV, sunnudagskvöldið 29. september.

Úr fátækt til frama - (sos.is, desember 2022)
Kona í Kópavogi breytti lífi heillar fjölskyldu á Indlandi (Landinn)

Langþráðir endurfundir Sonam og Ingibjargar áttu sér stað í heimsókninni. Langþráðir endurfundir Sonam og Ingibjargar áttu sér stað í heimsókninni.

Upplifði samúð og meðaumkun fyrir að eiga bara systur

Á viðburðinum með SOS-foreldrum á Nauthóli talaði Sonam m.a. um indverska menningu sem er gerólík þeirri sem við þekkjum hér á Íslandi. Hún lýsti því meðal annars að dætur geti verið meiri byrði á fátækum foreldrum heldur en synir. Það er t.d. algeng ástæða fyrir því að stúlkubörn eru skilin eftir úti á götu og verða umkomulaus þó það hafi ekki verið tilfellið hjá Sonam. Fátækir foreldrar Sonam eiga níu börn, allt dætur.

Heimanmundur tíðkast enn í íhaldssömum fjölskyldum á Indlandi sem þýðir að foreldrar stúlkna þurfa að greiða foreldrum brúðgumans ákveðna fjárhæð eða gefa þeim dýrar gjafir þegar börn þeirra ganga í hjónaband. Sonam segir að hún hafi upplifð mikla samúð og meðaumkun í indversku samfélagi fyrir það eitt að eiga engan bróður heldur aðeins systur.

Þegar menntaskólafélagar mínir spurðu mig hvað ég ætti mörg systkini þá laug ég því að ég ætti tvo bræður. Sonam

„Í tíbetsku samfélagi er það minna vandamál en komandi úr svona stórri fjölskyldu eingöngu með dætrum var viðhorfið allaf, ó aftur dætur, engir synir? Þegar menntaskólafélagar mínir á suður Indlandi spurðu mig hvað ég ætti mörg systkini þá laug ég því að ég ætti tvo bræður,“ sagði Sonam á pallborðinu í samtali við Evu Ruzu.

Sonam á viðburðinum á Nauthóli ásamt velgjörðasendiherrum okkar, Elizu Reid og Evu Ruzu. Sonam á viðburðinum á Nauthóli ásamt velgjörðasendiherrum okkar, Elizu Reid og Evu Ruzu.

Ef hún fékk heimþrá kom mamma í heimsókn

Sonam ólst að stærstum hluta upp í SOS barnaþorpinu í Leh-Ladakh á Himalæjahásléttunni því þar er grunnskólinn sem hún gekk í. Hún dvaldi því bæði á heimavist og á heimili í barnaþorpinu með SOS-mömmu og SOS-systkinum. Þegar hún fékk heimþrá gat hún beðið mömmu sína um að koma í heimsókn. Einu sinni á ári fengu börnin vetrarfrí í tvo mánuði og gat Sonam þá farið til foreldra sinna en stundum kaus hún þó að vera eftir í barnaþorpinu því þar hafði hún allt til alls.

Stuðningurinn hefur ennþá áhrif

Stuðningurinn frá Íslandi keðjuverkandi á nærsamfélagið. Sonam segir stuðninginn frá SOS Barnaþorpunum og Ingibjörgu, SOS-foreldri sínu á Íslandi, hafa keðjuverkandi áhrif til fjölskyldu sinnar og tíbetska nærsamfélagsins hennar. Hún hafi geta sótt sér menntun sem skilaði henni góðri vinnu og tekjum.

„Nú get ég ekki aðeins staðið á eigin fótum og framfleytt sjálfri mér, ég get líka hjálpað fjölskyldu og vinum, og í stóra samhenginu, tíbetska fólkinu,“ sagði Sonam sem talaði einnig um hvernig það er að vera Tíbeti í útlegð á Indlandi en það felur m.a. í sér að endurnýja landvistarleyfið reglulega.

Sonam heillaði tugi íslenskra SOS-foreldra upp úr skónum á Nauthóli. Sonam heillaði tugi íslenskra SOS-foreldra upp úr skónum á Nauthóli.
Afsakið.. en þetta eru hamingjutár Sonam

Beygði af þegar hún þakkaði fyrir sig

Sonam beygði af undir lok viðburðarins með íslensku styrktaraðilunum þegar hún þakkaði viðstöddum fyrir komuna og fyrir stuðninginn sem gerbreytti lífi hennar.

„Ég er smá taugaóstyrk. Tilfinninganæm myndi ég segja... Mig langar að þakka SOS Barnaþorpunum á Íslandi fyrir að skipuleggja þessa heimsókn. Þetta hefur verið langt ferli. Þetta er mín fyrsta utanlandsferð. Mín besta upplifun. Afsakið.. en þetta eru hamingjutár. Ég vil ekki missa af tækifærinu til að þakka SOS Barnaþorpunum, Ingibjörgu og ykkur öllum fyrir að koma hingað. Þakka ykkur fyrir.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr