Skemmdir á skrifstofu SOS í Líbanon en ekkert manntjón
Við höfum flest heyrt hræðilegu tíðindin af sprengingunni í Beirút í Líbanon sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu í gær. 35 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í fjórum SOS barnaþorpum í Líbanon. Sem betur fer er ekkert barnaþorpanna í Beirút þar sem sprengingin varð.
Það var því mikill léttir þegar við heyrðum frá félögum okkar í Líbanon í dag að öll börn og starfsfólk eru heil á húfi. Hins vegar er landsskrifstofa SOS fyrir Líbanon staðsett í Beirút og varð fyrir nokkrum skemmdum en enginn slasaðist.
SOS Barnaþorpin í Líbanon eru að skoða hvort og hvernig alþjóðasamtök SOS geta veitt stuðning.
Nýlegar fréttir
SOS blaðið 2024 komið út
SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...