Fréttayfirlit 5. ágúst 2020

Skemmdir á skrifstofu SOS í Líbanon en ekkert manntjón

Við höfum flest heyrt hræðilegu tíðindin af sprengingunni í Beirút í Líbanon sem olli miklu manntjóni og eyðileggingu í gær. 35 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í fjórum SOS barnaþorpum í Líbanon. Sem betur fer er ekkert barnaþorpanna í Beirút þar sem sprengingin varð.

Líbanon

Það var því mikill léttir þegar við heyrðum frá félögum okkar í Líbanon í dag að öll börn og starfsfólk eru heil á húfi. Hins vegar er landsskrifstofa SOS fyrir Líbanon staðsett í Beirút og varð fyrir nokkrum skemmdum en enginn slasaðist.

SOS Barnaþorpin í Líbanon eru að skoða hvort og hvernig alþjóðasamtök SOS geta veitt stuðning.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...