Skórnir komnir til Nígeríu
Ísland og Nígería verða mótherjar á fótboltavellinum í dag en utan vallar erum við samherjar Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenda að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu. Þetta var fyrsta afhending eftir skósöfnun sem fram fór við Rauðavatn 2. júní sl. Þá söfnuðust yfir 500 pör af íþróttaskóm í tengslum við góðgerðar- og fjölskylduhlaupið Skór til Afríku.
Ákveðið var að safna skónum fyrir SOS Barnaþorpin í Nígeríu af því þjóðirnar eru saman í riðli á HM í Rússlandi. Fjögur SOS Barnaþorp eru í Nígeríu og þar munu skórnir koma að góðum notum. Gríðarleg fátækt er í Nígeríu þar sem 60% íbúa lifa undir fátæktarmörkum. Eins og þessar myndir bera vott um er mikil ánægja með skóna enda eru börnin í Nígeríu með sömu drauma um íþróttaiðkun og önnur börn.
130 Íslendingar styrkja verkefni barnahjálparsamtakanna í Nígeríu með mánaðarlegum framlögum. 320 börn og ungmenni eru í 46 SOS fjölskyldum í þessum þorpum en miklu fleiri njóta aðstoðar samtakanna í gegnum sérstaka SOS fjölskyldueflingu.
Með því að gerast styrktarforeldri hjá SOS Barnaþorpunum gefur þú umkomulausu barni fjölskyldu, menntun, ást og umhyggju.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...