Fréttayfirlit 26. október 2018

Skráning fyrir „Öðruvísi jóladagatal“ SOS

Skráning stendur nú yfir í Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna sem við verðum nú með þriðja árið í röð fyrir grunnskóla landsins. Dagana 3.-14. desember verður hægt að opna nýja glugga jóladagatalsins á heimasíðu SOS Barnaþorpanna.

Þar birtast myndbönd frá börnum sem búa víðsvegar um heiminn. Nemendur fá að kynnast börnum í öðrum löndum, aðstæðum þeirra og menningu og læra um leið að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.

Hugmyndin á bak við Öðruvísi jóladagatal er sú að nemendur aðstoði við ýmis verkefni heima fyrir og fái fyrir það örlítinn vasapening sem þau setja í ómerkt umslag. Öll framlögin sem safnast í ár verða nýtt til að styðja við menntun flóttabarna í Grikklandi.

Ef þið hafið áhuga á að vera með eða viljið fá frekari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband við Hjördísi fræðslufulltrúa, hjordis@sos.is eða í síma 564-2910.

Öðruvísi jóladagatal 2017

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.