Fréttayfirlit 20. desember 2024

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna á Íslandi verður lokuð milli jóla og nýárs. Við lokum mánudaginn 23. desember kl. 15:30 og opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 9.

Upplýsingamöppur nýrra SOS-foreldra verða póstlagðar strax eftir áramótin. Gjafabréf og minningarkort verður áfram hægt að panta hér á heimasíðunni okkar. Kaupendur gjafabréfa fá þau send samstundis í tölvupósti. Minningarkort verða póstlögð 2. janúar.

Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og skrifstofan opnar aftur.

Við minnum jafnframt á Mínar síður þar sem SOS-foreldrar geta skoðað bréfin sín frá barnaþorpunum, gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir á framtíðarreikning, skoðað yfirlit yfir styrktargreiðslur sínar, uppfært greiðsluupplýsingar og fleira.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við börnin á árinu sem er að liða og við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og nýtt ár.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr