Slæmt ástand í Venesúela
Heimsbyggðin hefur undanfarnar vikur og mánuði horft upp á skelfilegt ástand í Venesúela. Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, síðustu mánuði en hann er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum, matvælum, lyfjum og rafmagni. Þá hefur verðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan.
SOS Barnaþorpin hafa starfað Í Venesúela síðan árið 1979. Bæði eru þar barnaþorp þar sem munaðarlaus og yfirgefin börn hafa fengið nýtt heimili en einnig eru samtökin með starfandi fjölskyldueflingu á fjórum stöðum í landinu. Í heildina eru það yfir 900 fjölskyldur sem fá aðstoð í verkefninu. Markmið Fjölskyldueflingarinnar er að forða börnum frá aðskilnaði við illa stadda foreldra sína og styðja fjölskylduna til fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjölskyldurnar fá aðstoð í formi menntunar, heilsugæslu, ráðgjafar, barnagæslu og annarra þátta sem hjálpa þeim að yfirstíga erfiðleika og lifa betra lífi sem fjölskylda. SOS á Íslandi studdu verkefnin í Venesúela um tíu milljónir síðastliðið vor.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...