Fréttayfirlit 12. ágúst 2020

Söfnun vegna neyðarástands í Beirút

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa gripið til neyðaraðgerða vegna þess alvarlega ástands sem ríkir í Beirút eftir sprenginguna í borginni 4. ágúst sl. og olli miklu manntjóni og eyðileggingu. SOS Barnaþorpin um heim allan, þar á meðal á Íslandi, hafa því efnt til söfnunar til að bregðast við neyðinni.

STYRKJA NÚNA

Mörg börn hafa misst foreldra sína eða orðið viðskila við þá og margar barnafjölskyldur eru heimilislausar. SOS Barnaþorpin í Líbanon búa yfir mannafla á staðnum, þekkingu og áratuga langri reynslu sem lýtur að aðstoð við börn og barnafjölskyldur í erfiðum aðstæðum. SOS Barnaþorpin um allan heim sameinast nú um að efla þessa aðstoð á þessum erfiðu tímum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa því sett af stað söfnun svo að við Íslendingar getum lagt okkar af mörkum til að vernda börn í Beirút. Þú getur greitt eina upphæð að eigin vali. Hver króna telur.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Líbanon í yfir 50 ár og þó svo kastljós fjölmiðlanna slokkni síðar höldum við áfram að hjálpa börnunum þar. Stuðningur þinn hjálpar börnunum því ekki aðeins í nokkra daga heldur til lengri tíma.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn og barnafjölskyldur í neyð.

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...