Fréttayfirlit 8. maí 2015

Sólblómagleði á Rauðaborg

Krakkarnir á leikskólanum Rauðaborg í Reykjavík héldu upp á 2 ára afmælið hans Claude á dögunum. Claude býr í SOS Barnaþorpi í Rúanda og er styrktarbarn leikskólans sem er Sólblómaleikskóli.

Afmælishátíðin var hluti af svokallaðri Sólblómagleði og gekk hún mjög vel að sögn Unnar Hermannsdóttur, deildarstjóra á Laufi. Hún segir alla hafa skemmt sér vel en langflestir mættu í gulri flík og fengu málaða sól í andlitið.  Þá lituðu öll börnin fána Rúanda og gróðursettu sólblómafræ sem hafa verið vökvuð reglulega síðan. Afmælissöngurinn var svo sunginn fyrir Claude, ásamt mörgum sólarlögum og svo dönsuðu allir saman í miklu afmælisstuði.

Þá var sólblómamatur borinn á borð. Börnin borðuðu ananas í ávaxtastund og fengu indverskan pottrétt með hrísgrjónum, mangó og kjúklingi í hádegismatinn. Í drekkutímanum var svo boðið upp á heimabakað sólblómabrauð og djús.

Nokkrar myndir frá deginum má sjá hér að neðan.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...