Sonja Huld er nýr fjáröflunarstjóri SOS
Sonja Huld Guðjónsdóttir hefur verið ráðin fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Sonja sem er fædd árið 1987 er með BS í lífefnafræði og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ. Hún var áður fjáröflunarstjóri Amnesty International og sérfræðingur og markaðsstjóri hjá Extreme Iceland.
24 umsóknir bárust um starfið frá mörgum frambærilegum einstaklingum og þakka SOS Barnaþorpin öllum sem sýndu starfinu áhuga. Rakel Lind Hauksdóttir hefur til þessa gegnt stöðum fjármála- og fjáröflunarstjóra en Sonja tekur nú við fjáröflunarhlutanum og Rakel heldur áfram utan um fjármálastjórn.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.