Frétta­yf­ir­lit 7. sept­em­ber 2016

SOS Barna­þorp­in fá við­ur­kenn­ingu spænska kon­ungs­veld­is­ins

Virt við­ur­kenn­ing hef­ur ver­ið veitt til SOS Barna­þorp­anna á Spáni, nán­ar til­tek­ið Ast­uri­as prins­essu­verð­laun­in fyr­ir eind­rægni, sem spænska kon­ungs­veld­ið veit­ir á ári hverju.

Við­ur­kenn­ing­in er ein af átta sem Ast­uri­as prins­essu­stofn­un­in veit­ir. Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á þeim sem „vinna að vernd­un mann­rétt­inda, stuðla að friði, frelsi og sam­stöðu, vernda menn­ing­ar­arf og vinna al­mennt að fram­þró­un og aukn­um skiln­ingi á mann­kyn­inu.“

Þrjá­tíu og eins manns dóm­nefnd valdi SOS Barna­þorp­in úr hópi fjölda til­nefn­inga, en fyrr­um körfu­bolta­mað­ur­inn Amaya Valdemoro til­nefndi sam­tök­in.

Spán­ar­kon­ung­ur út­skýrði í bréfi til Sidd­hartha Kaul, for­seta al­þjóða­sam­taka SOS, að verð­laun­in við­ur­kenni sam­tök­in fyr­ir frum­kvöðl­astarf sitt í yfir 70 ár á al­þjóða­grund­velli sem hef­ur vernd­un barna að meg­in­mark­miði; markmið sem hef­ur jafn­vel meira vægi á tím­um átaka og hörm­unga á al­þjóða­vísu.

Við­ur­kenn­ing­in verð­ur form­lega veitt í októ­ber við há­tíð­lega at­höfn í Oviedo, þar sem drottn­ing og kon­ung­ur Spán­ar verða heið­urs­gest­ir.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...