SOS Barnaþorpin kjósa nýjan forseta og forystusveit
Tímamót urðu í sögu SOS Barnaþorpanna í dag, fimmtudaginn 24. júní, þegar Dr. Dereje Wordofa frá Eþíópíu var kjörinn nýr forseti alþjóðasamtakanna á allsherjarþingi SOS. Hann er aðeins fjórði forseti SOS frá stofnun samtakanna árið 1949. Beáta Juvancz frá Ungverjalandi var kjörin varaforseti og hlutu þau bæði yfirgnæfandi kosningu, eða um 90% hvort.
Einnig var ný alþjóðastjórn kosin og samanstendur hún af 20 manns frá jafnmörgum aðildarfélögum. Kjör þeirra Wardofa og Juvancz markar nýtt upphaf alþjóðasamtakanna eftir að fyrrum valdhafar ákváðu að draga framboð sín til baka. Þá ákvörðun tóku þau eftir að óháð rannsókn, sem SOS á Íslandi stóð fyrir ásamt fleiri löndum, leiddi í ljós valdníðslu þeirra og vanrækslu.
Ætlar að taka á mistökum í fortíð SOS
„Ég heiti því að taka á mistökum í fortíð samtakanna í þeim tilgangi að efla barnavernd og færa verkefni SOS upp í hæsta gæðaflokk með gegnsæi og ábyrgð að leiðarljósi," segir Wordofa m.a. í yfirlýsingu á heimasíðu alþjóðasamtaka SOS. Hann tekur við af Indverjanum Siddhartha Kaul sem gegndi embættinu sl. níu ár ásamt fráfarandi varaforseta.
SOS á Íslandi ber fullt traust til nýrrar forystu
„SOS Barnaþorpin á Íslandi bera fullt traust til Dereje og Beátu, að þau geti leitt samtökin inn í framtíðina með góðum stjórnháttum og góðum árangri þegar kemur að því að hjálpa og styðja munaðarlaus og yfirgefin börn um allan heim," segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.