SOS Barnaþorpin og Heimstaden styðja Umhyggju

SOS Barnaþorpin á Íslandi og Heimstaden hafa veitt Umhyggju, félagi langveikra barna, fjárstyrk að upphæð 2.535.000 íslenskra króna. Styrkurinn er til fjármögnunar á fjórum Systkinasmiðjum, vettvangi systkina barna með sérþarfir og sálfræðistuðningi við börnin.
Árið 2021 hófst tímamótasamstarf SOS Barnaþorpanna við evrópska íbúðaleigufyrirtækið Heimstaden sem gengur undir heitinu “A home for a home”. Fyrir hvert heimili í íbúð Heimstaden, gefur fyrirtækið 100 evrur til SOS Barnaþorpanna árlega til fjárögnunar á starfsemi SOS í þágu barna.
Það fyllir okkur miklu stolti að geta eflt starf Umhyggju í gegnum fyrirtækjasamstarfið við Heimstaden. starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
„A home for a home" markaði tímamót hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi sem geta nú með aðkomu Heimstaden, í fyrsta skipti stutt við verkefni í þágu barna hér á landi. Byrjað var á ærslabelg fyrir börn á Ásbrúarsvæðinu og næsta skref hér á landi er styrkurinn til Umhyggju. Þau starfslönd SOS Barnaþorpanna og Heimstaden sem eru aðilar að þessu fyrirtækjasamstarfi eru Ísland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Tékkland og Holland.
Systkinasmiðjan
Systkinasmiðja Umhyggju er námskeið fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með sérþarfir. Á námskeiðinu eru leyst ýmis verkefni, fjallað um stöðu þátttakenda innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Rætt er hvernig unnt er að leysa úr erfiðleikum sem verða á vegi þátttakenda, meðal annars vegna systkina þeirra.
Þessa þætti er nálgast í gegnum ýmsa skemmtilega leiki og verkefni þar sem aðalatriðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín. Námskeið Systkinasmiðjunnar eru ekki hugsuð sem meðferðarúrræði fyrir börn sem eiga í erfiðleikum heldur fyrst og fremst til að hjálpa börnum að tjá sig um reynslu og upplifun sína af því að eiga systkini með sérþarfir.
Lesa nánar um Systkinasmiðjuna á bls. 8 í tímiriti Umhyggju (pdf).
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...