Frétta­yf­ir­lit 16. júlí 2016

SOS Barna­þorp­in taka þátt í Reykja­vík­ur­m­ara­þoni til styrkt­ar fatl­aðra barna

Heim­il­ið Lieu de Vie er stað­sett í ná­grenni við Casa­blanca í Mar­okkó. Heim­il­ið býð­ur upp á dag­gæslu sem og var­an­legt heim­ili fyr­ir börn og ung­menni sem þurfa á að­stoð að halda vegna and­legr­ar og/eða lík­am­legr­ar fötl­un­ar. Í dag eru þar 36 börn og ungt fólk á aldr­in­um 13-35 ára.

Meg­in­markmið heim­il­is­ins er að gefa börn­um með sér­stak­ar þarf­ir öruggt umhverfi og persónulega aðstoð, gefa þeim kost á að al­ast upp með reisn og viðurkenningu frá nærsam­fé­lag­inu og gefa þeim menntun, þjálfa þau í því sem þau hafa hæfileika til og, þeg­ar völ er á, und­ir­búa þau und­ir atvinnuþátttöku.

Á heim­il­inu er boð­ið upp á alls kyns tóm­stund­astarf. Mik­il áhersla er lögð á sköp­un og hreyf­ingu, og er þátt­tak­end­um boð­ið upp á list­nám, tón­list­ar­nám og íþrótta­iðk­un. Einnig er boð­ið upp á verk­nám og sál­fræði­að­stoð.

Fram­lög til SOS Barna­þorp­anna í Reykja­vík­ur­m­ara­þoni í ár renna óskipt til upp­bygg­ing­ar á íþrótt­a­starfi inn­an Lieu de Vie. Þessa dag­ana er lögð áhersla á að tryggja áfram­hald­andi sund­kennslu fyr­ir börn­in á heim­il­inu. Sund­kennsl­an er afar mik­il­væg til að þjálfa lík­am­lega hæfni og sam­hæf­ingu barn­anna, og að­stoða þau við stjórn­un á and­leg­um kvill­um á við kvíða.

SOS Barna­þorp­in inn á hlaupa­styrk­ur.is

Íbúar Lieu de Vie taka þátt í landskeppni Ólympíuleika fatlaðra

Sungið í Lieu de Vie

Börn í Lieu de Vie

Í Lieu de Vie er boðið upp á ýmist verknám

Tónlistargaman í Lieu de Vie

Íbúar Lieu de Vie

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...