Fréttayfirlit 27. júlí 2018

SOS Barnaþorpin veita aðstoð í Grikklandi

Hurð skall nærri hælum á bráðabirgðaheimili fyrir börn undir 5 ára aldri í bænum Peneli, norður af Aþenu í Grikklandi í vikunni þar sem skógareldar loguðu. Eldur nálgaðist húsið hratt en þegar verið var að undirbúa rýmingu hússins sem í voru 17 börn, breyttist sterk vindáttin og börnin voru hólpin. Þessi breyting á vindátt varð þó til þess að eldurinn náði á undraverðum hraða að sumarhúsahverfi í bænum Mati þar sem yfir 80 manns létust, menn, konur og börn.

Bráðabirgðaheimilið fyrir börnin er rekið af SOS Barnaþorpunum sem hafa lagt fram aðstoð við hjálparstarf í bæjunum Mati, Rafina og Kineta. Fjögur SOS barnaþorp eru í Grikklandi, þar af eitt í Aþenu og í þeim eru allir heilir á húfi. Samtökin hafa í samstarfi við heilbrigðisráðnuneyti Grikklands lagt fram aðstoð sem fólgin er starfi félagsráðgjafa, sálfræðinga og barnasálfræðinga. SOS Barnaþorpin eiga einnig í viðræðum við ráðuneytið um stuðning við slösuð börn og fjölskyldur sem hafa misst heimili sín í skógareldunum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi styrktu á síðasta ári ungbarnaheimili SOS Barnaþorpanna á þessu svæði um 20.000 Evrur. Þar dvelja börn og ungabörn sem eru þolendur misnotkunar og annars ofbeldis. Á heimilinu fá þau alla mögulega faglega aðstoð og eru tilraunir einnig gerðar til að koma á viðunandi aðstæðum hjá foreldrum þeirra svo fjölskyldan geti sameinast á ný. Í þeim tilvikum sem slíkt heppnast ekki fara börnin í framhaldinu í SOS barnaþorp þar sem þau eignast fósturfjölskyldu eða svokallaða SOS fjölskyldu.

Nýlegar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.