Frétta­yf­ir­lit 19. sept­em­ber 2016

SOS Barna­þorp­in veita íbú­um Al­eppo lækn­is­að­stoð

29 ára læknirinn Fadi* hóf störf fyrir SOS Barnaþorpin í lok ágúst. Hann veitir íbúum Aleppo læknisaðstoð fjóra daga í viku. Sökum þess hve margir eru hræddir við sjúkrahús, sem oft verða fyrir sprengjuárásum, veitir Fadi oft skjólstæðingum sínum læknisþjónustu á þeirra eigin heimili.

SOS í Sýr­landi ætl­ar að veita 12.500 manns í Al­eppo grunn­lækn­is­þjón­ustu og ráð­gjöf. Fadi seg­ir frá vinnu sinni í við­tali við starfs­mann SOS í Sýr­landi:

Hvaða helstu heilsufarsógnum mæta börn og fullorðnir sem eru á flótta og búa í tímabundnum athvörfum?

Áhætt­an er mik­il. Þar sem fólk býr þétt sam­an og hef­ur tak­mark­að­an að­gang að renn­andi vatni er hætta á smiti afar mik­il.

Ég hef séð marga al­genga sjúk­dóma með­al barna und­an­far­ið, svo sem ælu­pest og nær­inga­skort. Hjá kon­um má oft sjá fóst­urgalla vegna ungs ald­urs og jafn­vel sifja­spells. Við höf­um að auki séð til­felli blóð­skorts, há­þrýst­ings, lús­ar, maurakláða og fleiri húð­sjúk­dóma.

Hversu mikilvægt er að veita vegalausum einstaklingum, sérstaklega þunguðum konum og börnum, læknisaðstoð?

Lækn­is­að­stoð til verð­andi mæðra gef­ur af sér heil­brigð­ari með­göngu, eðli­lega fæð­ingu og heil­brigt barn.

Þeg­ar kem­ur að börn­um er mik­il­væg­ast að halda þeim heilsu­hraust­um og tryggja að þau séu bólu­sett. Reglu­leg­ar lækn­is­skoð­an­ir hjálpa mik­ið til við að upp­götva vanda­mál snemma og veita lyf þeg­ar þörf er á.

Hvernig er að veita læknisaðstoð í Aleppo?

Að vinna í sjúkra­hús­um og heilsu­gæsl­um í Al­eppo á tím­um stríðs­ins hef­ur breytt sýn minni á líf­ið. Það er mjög erfitt fyr­ir mig að hugsa ekki um skjól­stæð­inga mína. Ég get ekki sleppt því að hugsa stöð­ugt um þá, þarf­ir þeirra og hvernig ég get út­veg­að þeim lyf.

 

*Nafni hefur verið breytt vegna persónuverndar

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...