SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrverandi SOS foreldri sitt hingað til Íslands í haust.
Í blaðinu er einnig viðtal okkar við húsmóður í Eþíópíu sem braust út úr sárafátækt með þátttöku í íslensku verkefni í fjölskyldueflingu. Sagt er frá Austurríkismanninum Hermanni Gmeiner sem stofnaði SOS Barnaþorpin fyrir 75 árum og fjallað er um meðferð framlaga Íslendinga til samtakanna.
Breytt fyrirkomulag á dreifingu
Þetta er þrítugasti árgangur SOS blaðsins sem lengst af var dreift til allra styrktaraðila samtakanna hér á landi. Dreifing blaðsins hefur sl. tvö ár ár tekið breytingum til að bregðast við hækkandi póstburðarkostnaði. Blaðið er nú ekki eingöngu upplýsingarit fyrir styrktaraðila heldur einnig liður í almennu kynningarstarfi samtakanna.
Blaðinu er dreift í fjöldreifingu inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu en það er kjarnadreifingarsvæðið Póstdreifingar sem sér um dreifingu blaðsins. Styrktaraðilar SOS Barnaþorpanna 60 ára og eldri utan höfuðborgarsvæðisins fá blaðið sent í pósti.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...