SOS börn í Mexíkó ómeidd
Á þriðjudag reið stór skjálfti yfir Mexíkó með þeim afleiðingum að 230 manneskjur hafa fundist látnar en 52 hefur verið bjargað lifandi úr rústunum.
Engar alvarlegar skemmdir urðu á SOS Barnaþorpum í landinu en alls eru þau sjö. Einhver SOS heimili í Tehuacán urðu þó fyrir minniháttar skemmdum. Þá eru öll SOS börn, starfsfólk og foreldrar ómeidd. Einnig eru skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS í Mexíkó óhultir.
SOS Barnaþorpin eru reiðubúin til að sinna neyðaraðstoð sé þörf fyrir og verður það metið með yfirvöldum og öðrum hjálparsamtökum á næstu dögum.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...