Fréttayfirlit 17. nóvember 2015

SOS börn létust

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í Sómalílandi þann 9. nóvember síðastliðinn að þrjú börn úr SOS Barnaþorpi létust.

kerti.jpg

Börnin voru öll 11 ára og bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Hargeisa. Börnin drukknuðu þegar þau voru að synda í litlu stöðuvatni nálægt þorpinu en ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu.

SOS fjölskyldur barnanna eru skiljanlega í miklu áfalli en börnin voru jarðsett á dögunum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda barnanna þriggja.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...