SOS börn létust
Sá hræðilegi atburður átti sér stað í Sómalílandi þann 9. nóvember síðastliðinn að þrjú börn úr SOS Barnaþorpi létust.
Börnin voru öll 11 ára og bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Hargeisa. Börnin drukknuðu þegar þau voru að synda í litlu stöðuvatni nálægt þorpinu en ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu.
SOS fjölskyldur barnanna eru skiljanlega í miklu áfalli en börnin voru jarðsett á dögunum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda barnanna þriggja.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...