Fréttayfirlit 17. nóvember 2015

SOS börn létust

Sá hræðilegi atburður átti sér stað í Sómalílandi þann 9. nóvember síðastliðinn að þrjú börn úr SOS Barnaþorpi létust.

kerti.jpg

Börnin voru öll 11 ára og bjuggu í SOS Barnaþorpinu í Hargeisa. Börnin drukknuðu þegar þau voru að synda í litlu stöðuvatni nálægt þorpinu en ekki er vitað nákvæmlega hvað olli slysinu.

SOS fjölskyldur barnanna eru skiljanlega í miklu áfalli en börnin voru jarðsett á dögunum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda barnanna þriggja.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...