Fréttayfirlit 3. september 2018

SOS fjölnotapokar í stað plastpoka

Nú er árvekniátakið plastlaus september og af því tilefni viljum við minna á fjölnota pokana sem eru til sölu hjá SOS Barnaþorpunum. Það er tilvalið að taka SOS-pokana með út í búð og sleppa plastpokunum. Pokarnir eru til í tveimur litum, brúnum og hvítum. Þegar þú kaupir fjölnota poka frá okkur leggur þú góðu málefni lið og átt þátt í að bæta hag umkomulausra barna sem eru í umsjá SOS Barnaþorpanna.

Pokinnn kostar 1.000 krónur og er hægt að panta hér á heimasíðunni okkar, vefverslun, koma við á skrifstofunni okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi eða hringja í okkur í síma 5642910.

Nýlegar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...

Af hverju stappa börn niður fótunum?
20. nóv. 2024 Almennar fréttir

Af hverju stappa börn niður fótunum?

Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...