Fréttayfirlit 12. maí 2023

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja árið 2023. Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd SOS.

Hjá SOS Barna­þorp­un­um á Ís­landi starfar fá­menn­ur hóp­ur sem er sam­stillt­ur, stolt­ur af því að vinna fyr­ir sam­tök­in og ánægð­ur í starfi. Þetta end­ur­spegl­að­ist í nið­ur­stöðu könn­un­ar­inn­ar þar sem starfs­fólk SOS skor­aði 4,79 af 5 mögu­leg­um í lyk­il­þátt­um í vinnu­um­hverfi.

Fyr­ir­tæk­in í fimmtán efstu sæt­un­um í hverj­um stærð­ar­flokki fá við­ur­kenn­ing­una Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki 2023. SOS Barnaþorpin urðu í 9. sæti í flokki lítilla fyrirtækja og skarta því titlinum fyrirmyndafyrirtæki V.R. 2023.

Nánar á heimasíðu VR.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr