SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja árið 2023. Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd SOS.
Hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi starfar fámennur hópur sem er samstilltur, stoltur af því að vinna fyrir samtökin og ánægður í starfi. Þetta endurspeglaðist í niðurstöðu könnunarinnar þar sem starfsfólk SOS skoraði 4,79 af 5 mögulegum í lykilþáttum í vinnuumhverfi.
Fyrirtækin í fimmtán efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2023. SOS Barnaþorpin urðu í 9. sæti í flokki lítilla fyrirtækja og skarta því titlinum fyrirmyndafyrirtæki V.R. 2023.
SOS foreldri
Vertu SOS foreldri
SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.
Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.