Fréttayfirlit 22. nóvember 2019

SOS Ísland með verkefni gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó

SOS Ísland með verkefni gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó

Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.

Mótframlag SOS á Íslandi er 9 milljónir króna í verkefnið sem hefst formlega í janúar 2020 og stendur yfir í 3 ár.

Foreldrar þekki hætturnar

Verkefnið tekur á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum.  „Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.

Þjóðbrautin og skuggahliðarnar

Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Skuggahliðar þeirra eru mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðast út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum að kynferðisleg misneyting á börnum, barnagiftingar stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar eru aðkallandi vandamál í Tógó.

56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar. 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar.

Minnka hvatann til kynferðisbrota

Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna.

Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu.

  • 56% stúlkna í Tógó eru fórnarlömb kynferðslegrar misneytingar.

  • 17,3% stúlkna í Tógó verða barnshafandi fyrir 18 ára aldur.

  • 29% stúlkna í Tógó eru giftar fyrir 18 ára aldur.

Stakt framlag

Gefa stakt framlag

Stakt framlag

Þú getur styrkt starf SOS Barnaþorpanna með frjálsum, stökum framlögum þegar þér hentar. Þannig tekur þú þátt í að skapa þann fjárhagslega grunn sem gerir samtökunum kleift að byggja ný barnaþorp, sinna uppbyggingu og halda úti umbótaverkefnum um heim allan. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölmörg verkefni víða um heim með frjálsum framlögum - allt í þágu barna!

Styrkja