Fréttayfirlit 14. desember 2022

Slepptu jólagjöfum og söfnuðu yfir 100 þúsund krónum fyrir SOS Barnaþorpin

Slepptu jólagjöfum og söfnuðu yfir 100 þúsund krónum fyrir SOS Barnaþorpin

Nemendur í þriðja og sjötta bekk Stapaskóla í Reykjanesbæ eru svo sannarlega með hjartað á réttum stað. Í stað þess að gefa jólagjafir sín á milli á litlu jólunum eins og hefð er fyrir vildu þau láta gott af sér leiða á aðventunni. Þau söfnuðu samtals 102.500 krónum sem þau ákváðu að láta renna til SOS Barnaþorpanna og rennur peningurinn óskiptur til fjölskyldueflingar SOS í Malaví.

„Það var svo gaman að hitta þessa flottu krakka sem eru í raun fyrirmyndir. Þetta framlag skiptir svo sannarlega máli því án fólks með svona hugarfar eins og nemendur Stapaskóla gætu samtökin ekki verið til staðar fyrir börn í neyð. Ég vil fyrir hönd SOS Barnaþorpanna þakka nemendum fyrir af öllu hjarta," segir Rakel Lind Hauksdóttir, fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS á Íslandi. Ljiridona Osmani, kennari í Stapaskóla afhenti Rakel framlag nemenda nú fyrir jól.

Alls söfnuðu nemendur 102.500 krónum. Alls söfnuðu nemendur 102.500 krónum.

Framlag sem 66-faldast

Félagsleg arðsemi framlags frá Íslandi 66-faldast á verkefnasvæði okkar í Malaví svo segja má að krakkarnir í Stapaskóla hafi safnað ígildi um 6,8 milljóna íslenskra króna. Fjölskylduefling SOS styður við barnafjölskyldur sem búa við krefjandi aðstæður og eiga foreldrarnir á hættu á að missa börn sín frá sér. Fjölskyldueflingin aðstoðar foreldra barnanna að standa á eigin fótum svo þeir geti annast börnin sín. Verkefnið í Malaví er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og hófst fyrr á þessu ári.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...