Fréttayfirlit 9. september 2015

Starfsmenn Marel hlaupa og hjóla til Afríku

Alþjóðlegi fjáröflunardagurinn Tour de Marel verður haldinn föstudaginn 11.september næstkomandi. Í ár munu starfsmenn Marel hlaupa og hjóla vegalengdina frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar, samtals 6.500 kílómetra og safna áheitum til styrktar SOS Barnaþorpum þar í landi.

Tour de Marel er sameiginleg fjáröflun starfsmanna Marel víðs vegar um heiminn. Starfsmenn taka þátt með því að hlaupa, hjóla eða taka þátt í ýmis konar uppákomum og sjálfboðastarfi til að safna áheitum sem renna til SOS. Í tilkynningu frá Marel kemur fram að margir starfsmenn Marel eru styrktarforeldrar barna sem dvelja í SOS Barnaþorpum og þekkja því af eigin raun hversu vel samtökunum hefur tekist að umbylta aðstæðum barna víða um heim til hins betra.

Byggja bókasafn

Í ár safna starfsmenn Marel í þriðja sinn styrkjum fyrir SOS Barnaþorpin í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. Undanfarin tvö ár hafa starfsmenn Marel víðsvegar um heim safnað 150.000 evrum sem samsvarar um 22 milljónum króna sem hafa verið nýttar til að byggja nýjan grunnskóla í Yamoussoukro sem 210 börn á aldrinum 6-13 ára sækja. Tilkoma skólans, sem var byggður frá grunni, hefur gjörbreytt aðstæðum þessara barna til náms og aukið möguleika þeirra á sjálfstæðri og bjartri framtíð.

Í ár ætla starfsmenn Marel að halda áfram uppbyggingu á innviðum Yamoussoukro og verður öllu fé sem safnast í Tour de Marel í ár varið í að byggja bókasafn sem mun ekki aðeins nýtast nemendum við skólann heldur einnig 3 þúsund börnum í Yamoussoukro samfélaginu. Með þessum hætti leggja starfsmenn Marel sitt lóð á vogarskálarnar í þeirri viðleitni að bæta menntun í alþjóðasamfélaginu og hjálpa þeim sem eru í vanda staddir.

Eins og fyrr segir munu starfsmenn Marel á Íslandi ásamt fjölskyldu og vinum hlaupa og hjóla vegalengdina til Fílabeinsstrandarinnar, samtals 6.500 km á einum sólarhring og sýna þannig börnunum í Yamoussoukro að þeir standi þétt við bakið á þeim þrátt fyrir að þau séu langt í burtu. Hlaupið verður 5 km hringur og hjólaður 16 km hringur í Heiðmörk. Ræst verður í hlaupið og hjólreiðarnar klukkan 11:00 föstudaginn 11. september og stendur það yfir í sólarhring. Rásmarkið er við höfuðstöðvar Marel að Austurhrauni 9 í Garðabæ.

Starfsmenn Marel hvetja alla til að koma og taka hring til stuðnings góðu málefni. Einnig er hægt að heita á þátttakendur á síðunni tourdemarel.com. Tekið verður á móti áheitum til 30.september. Áhrif söfnunarinnar verða tvöföld í ár þar sem Marel ætlar að jafna öll áheit sem safnast.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...