Fréttayfirlit 22. janúar 2024

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Stjórn boðar til aukaaðalfundar

Boðað er til aukaaðalfundar SOS Barnaþorpanna fimmtudaginn 8. febrúar n.k. kl.17:00 í húsnæði samtakanna, Hamraborg 1, 200 Kópavogi.

All­ir skráð­ir fé­lag­ar í SOS Barna­þorp­un­um sem eru í skil­um með fé­lags­gjald hafa rétt til að sitja að­al­fund. Til þess að fé­lagi geti nýtt fé­lags­leg rétt­indi sín á að­al­fundi skal hann skrá sig á fund­inn eigi síð­ar en sól­ar­hring fyr­ir boð­að­an að­al­fund. Það er gert með því að senda tölvu­póst á sos@sos.is 

Kjósa þarf varamann í stjórn

Tilefni fundarins er ábending frá Fyrirtækjaskrá Skattsins um að samþykktir samtakanna, sem samþykktar voru á aðalfundi samtakanna í maí 2023, uppfylli ekki ákvæði laga nr.119/2019 um að stjórnir félaga til almannaheilla sem starfa yfir landamæri skuli hafa minnst einn varamann.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Tillaga að breyttum samþykktum
  2. Kosning varamanns
  3. Staðfesting á niðurstöðum stjórnarkjörs frá síðasta aðalfundi

Sjá dagskrá nánar hér.

Virðingarfyllst
Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás
9. des. 2024 Almennar fréttir

Börn og starfsfólk SOS á Gaza sluppu naumlega í árás

46 börn og ungmenni í umsjón SOS Barnaþorpanna á Gaza í Palestínu ásamt starfsfólki SOS sluppu naumlega þegar mannskæð árás var gerð 4. desember í nágrenni tjaldbúða þar sem þau dvelja. Yfir 20 manns ...