Stjórnvöld mega ekki snúa baki við börnum
Vegna vaxandi ólgu við landamæri Grikklands og Tyrklands kalla Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna eftir tafarlausri vernd barna og fjölskyldna þeirra.
„Við fordæmum allt ofbeldi og hvetjum ráðafólk til að vernda börn á flótta frá heimilinum sínum fyrir ofbeldi og tryggja þeim öryggi og viðeigandi umönnun. Stjórnvöld mega ekki snúa baki við börnum,“ segir Steffen Braasch, starfandi aðalframkvæmdastjóri alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna.
Ávallt skal koma fram við börn eins og börn, fyrst og fremst,“ segir í yfirlýsingu frá SOS Barnaþorpunum. Flóttamannabúðir eru aldrei rétti staðurinn fyrir barn. Þjóðir eiga að útvega gæðaumönnun byggða á samfélagslegum grundvelli sem felur í sér lykilþjónustu eins og heilbrigðisumönnun, menntun og sálfræðilegan stuðning.
Börn á ekki að skilja að frá foreldrum sínum nema það sé í besta hag barnsins og þau skal aldrei hafa í haldi.
SOS Barnaþorpin hjálpa um 200 börnum á hverjum degi í Kara Tepe flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Starf samtakanna hefur riðlast vegna ástandsins síðustu daga eins og hjá öðrum hjálparsamtökum. Starfsemin er hins vegar komin í samt horf núna og heldur starfsfólk okkar áfram að veita sálfræði- og menntaaðstoð.
Fyrir utan starfsstöðvar SOS Barnaþorpanna í búðunum á Lesbos reka samtökin miðstöðvar í Aþenu, á Krít og Þessalóniku. Þessar miðstöðvar SOS hjálpa um 400 flóttamönnum og innflytjendum í hverjum mánuði óháð uppruna fólksins.
SOS verkefni á þessum slóðum útvega einnig gæðaumönnun í hlýlegu umhverfi fyrir umkomulaus börn.
Flóttabangsi Ungmennaráðs SOS á Íslandi
Íslendingar geta styrkt flóttamannaaðstoð SOS Barnaþorpanna í Grikklandi. Með kaupum á Flóttabangsanum hjálpar þú flóttabörnum sem koma til Grikklands að aðlagast nýjum aðstæðum og veitir þeim tækifæri á menntun og betra lífi.
Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...