Stuðningur SOS-foreldra við börn í stríðshrjáðum löndum skilar sér
Í ljósi þess mikla ófriðar sem ríkir í heiminum í dag vilja SOS Barnaþorpin taka skýrt fram að þrátt fyrir mikla óvissu um búsetu barna í umsjá samtakanna á stríðshrjáðum svæðum eru börnin áfram á framfæri samtakanna. Við höldum við áfram að sjá börnunum fyrir umönnun, framfærslu og mæta þeirra þörfum. Þetta á jafnt við um Súdan, Palestínu, Úkraínu og önnur lönd þar sem ófriður er. SOS Barnaþorpin hafa starfað í 75 ár og búa samtökin yfir mikilli reynslu og þekkingu þegar kemur að umönnun barna við slíkar aðstæður.
Börnin í Súdan
Stuðningur SOS-foreldra við börn í Súdan er áfram þýðingarmikill þrátt fyrir að rýma hafi þurft barnaþorpið í höfuðborginni Khartoum. Alls eru 146 börn og ungmenni á framfæri barnaþorpsins í Khartoum og eiga 83 þeirra SOS-foreldra á Íslandi. Stuðningur þeirra kemst svo sannarlega ennþá til skila og hefur líklega aldrei verið mikilvægari.
68 þessara barna voru búsett í barnaþorpinu þegar átökin brutust út í apríl í fyrra og rýma þurfti barnaþorpið. Öllum 146 var komið í öruggt skjól ásamt starfsfólki og fjölskyldum og síðan hafa þau verið flutt þrisvar milli staða eftir aðstæðum til að tryggja öryggi þeirra. Þau eru öll örugg í dag.
Börnin enn á framfæri SOS
Börnin í Súdan eru enn á framfæri okkar og í okkar umsjá. Stuðningur SOS-foreldra fjármagnar áfram framfærslu barnanna þó þau séu ekki búsett í sjálfu barnaþorpinu. Starfsfólk SOS í Súdan heldur áfram að veita börnunum bestu mögulegu umönnun, fæði, klæði og heilbrigðisþjónustu. Sálfræðiþjónusta er þar stór þáttur. Ef öryggi barnanna er ógnað bregðast samtökin við því eins og áður hefur verið gert.
SOS-foreldrar fá áfram bréf frá Súdan
Þrátt fyrir krefjandi aðstæður starfsfólks SOS Barnaþorpanna í Súdan fá SOS-foreldrar áfram bréf þaðan um styrktarbörn þeirra. Eitt bréf hefur borist það sem af er þessu ári og næsta bréf er væntanleg um jólaleytið. SOS-foreldrar fá tvö bréf á ári frá barnaþorpinu sem hefur ábyrgð á framfærslu styrktarbarnanna.
Sjá einnig: Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Nýlegar fréttir
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.