Frétta­yf­ir­lit 29. ág­úst 2018

Styrktar­for­eldr­ar óskast fyr­ir Sýr­land

Nú aug­lýs­um við eft­ir styrktar­for­eldr­um fyr­ir börn í SOS barna­þorp­inu í Qodsaya, út­hverfi Dam­askus í Sýr­landi. Inn­við­ir eins og heil­brigðis­kerfi lands­ins eru í rúst eft­ir hörm­ung­arn­ar þar á und­an­förn­um árum. Nærri 12 millj­ón­ir hafa flú­ið heim­ili sín, helm­ing­ur þeirra til annarra landa en aðr­ir eru á ver­gangi í heima­land­inu.

Áætl­að er að nærri 14 millj­ón­ir manna þurfi á mann­úð­ar­að­stoð að halda og SOS Barna­þorp­in láta sitt ekki eft­ir liggja. Tvö SOS Barna­þorp eru í Sýr­landi, ann­að í Al­eppó og hitt í Qodsaya. Rýma hef­ur þurft bæði þessi þorp tíma­bund­ið á und­an­förn­um árum vegna ástands­ins í Sýr­landi sem líkt hef­ur ver­ið við hel­víti á jörðu.

Hvernig ferðu að?

Til að ger­ast styrktar­for­eldri get­urðu ann­að hvort hringt á skrif­stofu okk­ar milli kl. 9 og 16 á virk­um dög­um eða geng­ið frá skrán­ingu á heima­síð­unni okk­ar sos.is. Mik­il­vægt er að taka fram í atuga­semda­kass­an­um „Ann­að sem þú vilt taka fram“ að þú ætl­ir að styrkja barn í Qodsaya.

Þeg­ar þú ger­ist styrktar­for­eldri gef­ur þú um­komu­lausu barni fjöl­skyldu á ást­ríku heim­ili sem við höf­um byggt. Barn­ið fer í skóla og fær öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir af barn­inu þínu ásamt mynd og þér er vel­kom­ið að heim­sækja það og/eða senda því bréf og gjaf­ir. Fram­lag þitt (3900 kr/mán - 128 kr/dag) fer í fram­færslu þíns styrkt­ar­barns og vel­ferð þess.

393 Íslendingar eru SOS-barnaþorpsvinir eða SOS-styrktarforeldrar barna í Qodsaya og eru margir þeirra að styrkja fleiri en eitt barn í þorpinu. Nokkur börn vantar styrktarforeldra og nú leitum við til ykkar.

ÉG VIL GERAST STYRKTARFORELDRI


UPPFÆRT FÖSTUDAG 31. ÁGÚST!!!

Við þökk­um kær­lega frá­bær við­brögð ykk­ar við þessu ákalli um að ger­ast styrktar­for­eldr­ar barna í Sýr­landi. Þau voru slík að við höf­um nú náð að út­vega þá styrktar­for­eldra sem fal­ast var eft­ir frá Ís­landi í barna­þorp­inu í Qodsaya.

Við bend­um þó á að það er enn hægt að ger­ast barna­þorps­vin­ur með mán­að­ar­legu fram­lagi sem nem­ur 3.400 krón­um. Fram­lag þitt fer í að greiða ýms­an kostn­að við dag­leg­an rekst­ur þorps­ins svo tryggja megi ör­yggi og vel­ferð þeirra barna sem þar búa. Tvisvar á ári færðu senda skýrslu um líf­ið í barna­þorp­inu þínu og helstu við­burði sem þar hafa átt sér stað.

ATH. Ef þú vilt styrkja barna­þorp í Sýr­landi, vin­sam­leg­ast taktu það þá fram und­ir „Ann­að sem þú vilt taka fram“ í hlekkn­um hér þar sem tek­ið er við skrán­ingu barna­þorps­vina.

Ný­leg­ar frétt­ir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Tæ­land: Börn og starfs­fólk óhult

Öll börn og starfs­fólk SOS Barna­þorp­anna í Tæl­andi eru heil á húfi eft­ir stóra jarð­skjálft­ann sem reið yfir land­ið og ná­granna­lönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Ut­an­rík­is­ráð­herra gerði ramma­samn­ing við SOS

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra skrif­aði á mánu­dag­inn und­ir ramma­samn­ing við SOS Barna­þorp­in til fjög­urra ára. Fram­lög ráðu­neyt­is­ins til SOS á þessu tíma­bili nema sam­tals 689 millj­ónu...