Fréttayfirlit 13. maí 2024

Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Árið 2023 var gott ár í rekstri SOS Barnaþorpanna á Íslandi og hækkuðu tekjur um 13% milli ára, upp í tæpar 800 milljónir króna. Aldrei hafa tekjur samtakanna verið hærri og nutu þúsundir barna víða um heim góðs af stuðningi Íslendinga við samtökin. Af heildartekjum ársins var hlutfall skrifstofu- og stjórnunarkostnaðar vel fyrir neðan viðmið um þak á rekstrarkostnaði og á árinu runnu 843 krónur af hverju eitt þúsund króna framlagi í sjálft hjálparstarfið.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2023 sem nú hefur nú verið birt á fjármálasvæðinu hér á vefsíðunni. Af þeim 722 milljónum sem söfnuðust frá styrktaraðilum komu 84% styrkja frá almenningi eða rúmar 600 milljónir króna. Stærsti hluti af framlögum til SOS á Íslandi kemur frá SOS-foreldrum sem við sendum til barnaþorpa í 107 löndum.

Á árinu 2023 styrktu 20.857 einstaklingar og 579 lögaðilar SOS Barnaþorpin á Íslandi, ýmist með mánaðarlegum framlögum, stökum eða bæði. Þrátt fyrir mikla hækkun tekna fækkaði mánaðarlegum styrktaraðilum um 89 á milli ára og voru þeir 10.653 um áramótin.

Eins og undanfarin ár birta SOS Barnaþorpin á Íslandi bæði ársskýrslu og ársreikning hér á heimasíðu samtakanna.

Nýlegar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS
7. mar. 2025 Almennar fréttir

Utanríkisráðherra gerði rammasamning við SOS

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra skrifaði á mánudaginn undir rammasamning við SOS Barnaþorpin til fjögurra ára. Framlög ráðuneytisins til SOS á þessu tímabili nema samtals 689 milljónu...