Þátttaka SOS Barnaþorpanna í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um mannúðarmál
Á mánudag og þriðjudag var fyrsti leiðtogafundur Sameinuðu þjóðanna um mannúðarmál haldinn í Istanbúl. Á fundinum komu saman fulltrúar hins opinbera, félagasamtaka, stofnana og einkafyrirtækja frá öllum heimshornum til að finna leiðir til að takast á við stórar áskoranir í málaflokknum. Talið er að ekki hafi þurft að takast á við áskoranir í mannúðarmálum í af þessari stærðargráðu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Meira en 130 milljónir eru í þörf fyrir mannúðaraðstoð í heiminum og opinber tala þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og hættu nálgast 60 milljónir. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði ráðstefnuna vera „vendipunkt í leið okkar til að takast á við þær áskoranir sem við öll sem manneskjur stöndum frammi fyrir.“
SOS Barnaþorpin tóku þátt í ráðstefnunni, meðal annars með aðkomu að skipulagningu hliðarviðburðar um vernd barna í hættuástandi. Samkvæmt Carsten Völz, rekstrarstjóra SOS Barnaþorpanna og Andreas Papp, framkvæmdastjóri fyrir alþjóðlega neyðaraðstoð, þarf að setja vernd barna í hættuástandi í forgang. Reynslan sýnir að þegar börn fá ekki grunnþörfum sínum fullnægt aukast líkur á varanlegu sálrænu áfalli til muna. Börn þurfa að geta leikið sér, gengið í skóla og leitað til fullorðinna sem sýna þeim væntumþykju.
Á fundinum voru gerðar um 1500 skuldbindingar, meðal annars sú krafa að hjálparstofnanir verði gagnsærri, skilvirkari og stuðli að auknu samstarfi sín á milli í stað þess að keppa við hvor aðra. Einnig var nýr sjóður stofnaður sem ætlað er að bæta umsjón með menntamálum barna í hættuástandi.
Hægt er að lesa meira um leiðtogafundinn hér.
Nýlegar fréttir
Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...
Af hverju stappa börn niður fótunum?
Alþjóðlegur dagur barnsins er í dag á 35 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. SOS Barnaþorpin ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til...