Fréttayfirlit 10. janúar 2020

Þess vegna er ég í ungmennaráði SOS

- að hluta til foreldrum mínum að þakka að Karolina á bjarta framtíð

Eftir Seníu Guðmundsdóttur

Senía Guðmundsdóttir

Fyrir 20 árum, árið sem ég fæddist, ákvaðu foreldrar mínir að gerast SOS styrktarforeldrar. Og við það eignaðist ég styrktarsystur. Frá þeim tíma hefur margt breyst í lífi mínu. Ég ólst upp hjá foreldrum mínum, fékk góða menntun og mig skorti ekkert. Lífið var ekki jafn einfalt fyrir Karolinu, styrktarsystur mína. Hún átti foreldra sem gátu ekki séð um hana og varð munaðarlaus snemma á ævinni. Líklegt er að hún hefði ekki lifað barnæsku sína af.

En þökk sé SOS Barnaþorpunum, sem tóku Karólínu að sér og gáfu henni nýja fjölskyldu í SOS barnaþorpi, á hún sér framtíð. Karolina ólst upp hjá SOS móður sinni ásamt nokkrum systkinum. Hún gat þá líka fengið menntun, umhyggju og stuðning. Í raun er það SOS Barnaþorpunum að þakka að Karolina er enn á lífi í dag.

Eina leiðin fyrir SOS til þess að fjármagna SOS fjölskyldur eins og hennar Karolinu er með peningaframlögum styrktarforeldra, eins og foreldra minna. Því mætti segja að það sé að hluta til foreldrum mínum að þakka að Karolina á bjarta framtíð. Þetta þótti mér hreinlega mögnuð tilhugsun. Þess vegna hóf ég fyrir þremur árum þátttöku í Ungmennaráði SOS Barnaþorpanna. Mig langaði til þess að taka þátt í þessu starfi sem gaf styrktarsystur minni nýtt líf og framtíð.

Gegnum starf mitt á vegum SOS Barnaþorpanna hef ég komist að því að til eru í afar áhrifaríkum stöðum á heimsvísu, einstaklingar sem alist hafa upp í SOS barnaþorpi í barnæsku sinni. Gott dæmi um það er Samburu, sem í dag er yfirráðgjafi hjá Gates-foundation. Hann hefur  hjálpað milljónum manna í neyð.

Kannski af því að hann sjálfur skilur hvað það er að vera í neyð.

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna á Íslandi er sjálfstæð eining sem starfar í nánu sambandi við starfsmenn SOS. Ráðið er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á hjálparstarfi, þróunarsamvinnu og réttindum barna og vill nýta krafta sína í að koma þekkingu á þessum málefnum á framfæri. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við ungmennaráðið, þá sendirðu tölvupóst til Hjördísar fræðslufulltrúa, hjordis@sos.is 

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...